EAFITNESS
EVOLT 360
Evolt 360 líkamsskanninn er tæknilegasti snjallskanni landsins. Hann er einfaldur í notkun og skilar yfir 40 ýtarlegum niðurstöðum á innan við 60 sekúndum.
Evolt sendir örugga rafpúlsa í gegnum hendur og fætur og greinir á milli vöðvamassa, fitumassa, vökva og steinefna. Ekki taka mark á úreltum BMI stöðluðum mælingum sem reynir að flokka alla undir sama hatt.
Evolt er nútíminn!
Raunveruleg útkoma fyrir hvern og einn, hjálpar þér að taka skrefin í réttu átt að þínum markmiðum.
Hver vill ekki kynnast sínu musteri betur ?
ÚTKOMA Á 60 SEK
40 NIÐURSTÖÐUR
ALLT Í SÍMANN ÞINN
REIKNAR ÚT MACROS
Low Carb & Ketó
Niðurstöðurnar
ÍTARLEG LÍKAMSGREINING Á 60 SEK
Á aðeins 60 sekúndum færðu 40 mismunandi og ýtarlegar niðurstöður um þinn líkama.
Að lokinni mælingu færðu Body Scan blaðið í hendurnar og þjálfarinn þinn fer yfir útkomuna með þér.
Snjallskanninn gefur þér upplýsingar um:
-
Þyngd
-
Fituforða líkamans í kg og %
-
Innri kviðfitu (líffærafitu)
-
Heildarþyngd vöðvamassans
-
Vöðvamassa og vöðvajafnvægi á milli hvers útlims
-
Vökvajafnvægi (utan sem og innanfrumuvökva)
-
Grunnbrennslu (hitaeiningar sem líkaminn notar við að keyra líkamsstarfsemina áfram)
-
TEE hitaeiningar (þettar eru hitaeiningarnar sem líkaminn notar miðað við þína grunnbrennslu og almenna hreyfingu dagsins)
-
Macros - Low Carb - Ketó
-
Raunaldur líkamans miðað við líkamsástand
Evolt360 leiðbeinir þér um næringarþörf (macros) og hvað þinn líkami þarf að innbyrða mikið magn af:
hitaeiningum, próteini, kolvetnum, fitu og fæðubótarefnum.
Allar mælingar og útreikningar miðað við þín markmið!
Allar mælingar koma beint í símann þinn og vistast einnig hjá þjálfaranum þínum.
Macros - Low Carb - Ketó !
BEINT Í SÍMANN
hámarkaðu þinn árangur
Þú færð niðurstöðurnar beint í símann!
Evolt Active appið geymir þína útkomu og gerir þér kleift að bera nýjar mælingar saman við eldri mælingar.
Í öðrum orðum, trackaðu þinn árangur og sjáðu raunverulegar breytingar. Notaðu tæknina og náðu þínu markmiði.
GOTT AÐ VITA
SPURT OG SVARAÐ
Hversu oft má ég fara í Evolt?
Við mælum með því að þú notir appið til að sjá árangurinn þinn og bera saman við eldri mælingar.
4-6 vikur á milli mælinga er lágmark að okkar mati.
Mikilvægt er að koma ávallt á sama tíma dags og miða við sama vikudag.
Konur þurfa að miða við tíðarhringinn sinn.
Hvernig bóka ég tíma?
Bòkaðu þína mælingu með að senda okkur skilaboð Facebook, Instgram eða inn á EAfitness.is
Hvert mæti ég?
World Class Ögurhvarfi eða Víkurhvarf 2
Hvernig virkar Evolt?
Evolt notar BIA tækni ásamt upplýsingunum þínum til að reikna út þína útkomu.
Hvað er BIA?
BIA stendur fyrir "BIOELECTRICAL IMPEDANCE ANALYSIS"
Eða á Íslensku "Líkamsrafbylgju mæling" þar sem rafbylgjur eru sendar í gegnum hendur og fætur. Evolt reiknar svo út dreifingu og mótstöðu sem rafbylgjurnar senda frá sér og reiknar útkomuna með 5 punkta reikniriti.
Hvað kostar að koma í mælingu?
Stakur tími/fyrsti tíminn kostar 6.900 kr
Endurkomutímar 4.900 kr
Paraverð 4.900 kr ( per einstakling )
Hópaverð 3.900 kr ( per einstakling )
Hvað þarf ég að gera fyrir mælingu?
Mikilvægt er að vera búinn að ná í Evolt Active appið fyrir fyrstu mælinguna og búa þér til aðgang.
Sleppa því að borða og drekka 2-3 tímum fyrir en marktækast væri að koma á fastandi.
Sleppa öllu koffeini 2-3 tímum fyrir mælinguna og láta líða sem lengst frá æfingu dagsins (best væri að koma fyrir æfingu).
Hvað er macros?
Macros segir til um heildarmagn próteina, kolvetna og fitu.
Þannig sjáum við um að næra líkamann sem best miðað við þín markmið (viðhalda, fitulosun eða vöðvaaukning).
Endurkomutímar
Mikilvægt að koma á sama tíma og sama vikudegi í mælingu til að fá nákvæmar mælingar.
Tíðarhringur
Konur þurfa að passa uppá að koma á sama tíma í tíðarhringnum og ekki á blæðingum (vegna hormòna). Best er að koma viku fyrir blæðingar eða viku eftir.
Mun brjóstaígræðsla hafa áhrif?
Já, síliconpúðar munu skilgreinast sem fitumassi í Evolt og hækka því útkomuna.
Við mælum ekki með Evolt mælingum:
Ef þú ert ólétt
Ef þú ert með gangþráð
BÓKA EVOLT TÍMA
ÍTARLEG LÍKAMSGREINING Á 60 SEK
Bòkaðu þína mælingu með að senda okkur skilaboð hérna fyrir neðan.
Einnig geturðu sent okkur skilaboð á Facebook eða Instgram.